Leiguherbergi.is rekur þrjár fasteignir, tvær við Funahöfða í Reykjavík og eina að Dalshrauni í Hafnarfirði.
Í húsunum eru til leigu herbergi og stúdíóíbúðir til lengri eða skemmri tíma.
Lágmarks leigutími er einn mánuður og er gagnkvæmur uppsagnarfrestur mánuður og miðast við mánaðamót.
Í upphafi leigutíma greiðir leigutaki einn mánuð í tryggingu og einn mánuð fyrirfram. Tryggingin er endurgreidd við lok leigutíma að því gefnu að leigðu herbergi sé skilað í sambærilegu ástandi og þegar leigutaki tók við því og uppsagnarfrestur hafi verið sem að framan greinir.
Í öllum húsunum er umsjónarmaður sem býr á staðnum og sameign er þrifin þrisvar í viku.
|